ragga tagga

Monday, September 15, 2008

Strumpeskud og annar unaður

Ég fæ nú ekki verðlaun fyrir að vera dulega að blogga, svo mikið er víst.
Það gengur bara allt vel í vinnunni, mikið að læra og mikið sem maður skilur ekki en þetta hefur gengið nokkuð stórslysalaust fyrir sig. Reyndar einhverir að kvarta yfir því að nemarnir séu að tala ensku við skjólstæðingana en það lið má bara eiga sig :)
Það er alltaf brjálað stuð um helgar eins og við má búast. Þar síðustu helgi var vel tekið á því á fös en bara rólegar á lau því við vorum sko að fara í kanúferð á sun takk fyrir. Þetta var mjög skondið, vorum 12, 1 frá Dk sem sá um þetta, við 3, 2 frá Möltu, 1 frá tékklandi og restin frá Spáni (þau héldu reyndar að við værum frá Grænlandi).
Við vorum ekki alslæmar í þessu en ekkert rosalega góðar heldur, festum okkur inn í tré og svona en komumst allavega á leiðarenda!
Þessa helgi fórum við svo út að borða voða fínt og kíktum svo aðeins út á lífið. Til skot hérna sem er blátt og með kökuskrauti ofaná sem heitir Smurf shot.Við vildum nú vera svalar og slá um okkur á dönsku þannig að Eyja bað um 3 strumpe skud! Ansi skondin viðbrögðin sem við fengum við þessu en þegar helgin var búin þá voru ansi margir búnir að læra hvað strupme skud væri og skáluðu í þessu hátt og snjallt!!
Okkur var svo boðið í agalega fínan mat á fös, en þar sem allar íbúðirnar hérna eru svo litlar á vorum við bara í fælleshusinu sem er svona samkomu hús. Já ég og Michael eru ósigraðir meistarar í fótboltaspilu og Arnþrúður og Johnny Cash eru án ef verst.
En við erum eftir að vera í fínu formi eftir þessa dvöl. Hjólum ca 5 km í vinnuna og svo 5 til baka. Svo höfum við ekki sófa þannig að við nennum ekki að hanga mikið heima...þá skellir maður sér bara út í fríspí eða kriket þegar maður kemur heim!
En setning helgarinar er án efa: no worrys, at 5 everybody will bee speaking drunkenish!
Vona að þið hafið það gott og ég nenni ekki að skrifa hérna ef það kommentar enginn!
KV Raggan

Tuesday, September 02, 2008

A lifi, gift og komin til Baunalands!

Amm ansi langt sidan eg hef nennt ad skrifa enda nog annad ad gera i lifinu (hef ekki isl.stafi i augnablikinu). En svo i storum drattum ta er eg buin af gifta mig, ja hann let sig hafa tadf og sagdi ja! Tetta gekk bara otrulega vel, mikid af lofraedum eins og a ad vera :) og horku ball a eftir. Buin af hruga ollum gjofunum inn i litlu ibudina og svo var skellt ser af stad aftur. Atli kom med mer i nokkra daga til DK, vorum i hinum ofur romantiska bae Lyngby og ad sjalfsogdu gatum vid ekki verid ein tannig ad Arntrudur kom med okkur.
En vid komum svo i baeinn okkar (naestved) tar sidustu helgi i helli rigningu. Ibudin er litil en allt i lagi en tad var verra ad vid hofdum ekkert rafmagn fyrstu 2 dagana, hafdi gleymst ad lata fyrirtaekid vita ad vid vaerum ad koma....fengum lykil ad annari ibud til ad elda i og ad sjalfsogdu horfa a handboltan i!! En fengum svo rafmagn (kveiktum reyndar naestum i fyrsta daginn sem vid hofdum tad er tad er annad mal).
Vid erum svo ad laera a hvernig allt virkar herna, t.d. ad fara eftir ollum hjolareglunum og nota straeto, eyja er allavega haett ad reyna ad setja klinkid i kaffi hja straetobilstjoranum :)
Forum svo i hawai-paty i colliginu okkar a fos. hittum einn isl tar og vildi svo skemmtilega til ad eg tekkti hann, Toti sem var med mer i MA. gott ad i tessu party voru strakar rett hja okkur ad segja ad teir gaetu sagt hvad sem teir vildu tvi vid skyldum ekki neitt...gott strakar gott.
En netid er ekki enn komid i ibudina okkar en tad er stefnan ad koma tvi i lag i tessari viku, snuran sem vid hjoludum 20 km til ad kaupa er tvi ekki ennta komin i notkun!!
Vid erum meira ad segja bunar ad afreka ad fara strondin, vorum reyndar frekar timbradar tannig ad vid lagum bara eins og skotum en hafdi tad i for med ser ad vid vorum svona skemmtilega solbrunnar tegar vid komum heim...mæli (var ad fatta ad tad er æ herna) ekki med tvi ad solbrenna i hnespotunum.
En allavega ta er tetta finn bær, verknamid gengur bara vel enn sem komid er, stefna a ad fara i kanu-fer um helgina, einhver timann til køben og svo eins og eina helgi til svitjodar!
en læt vonandi vita meira ad mer a næstunni tegar eg verd komin med netid!
hafidi tad gott
kærlig hilsen
Raggan

Thursday, June 26, 2008

Gjafalisti eða ekki gjafalisti

Já það er spurningin. Alltaf fleiri og fleiri að spyrja hvort að við séðum með gjafalista eða hvort að við ætlum að hafa hann og ég veit aldrei hverju ég á að svara. Ég kann einhvernveginn ekki við það að búa til lista yfir hluti sem mig/okkur langar í eða vantar og ætlast til einhver gefi okkur þá. Mér finnst gjafir nú til dags oft á tíðum allt of stórar og því kann ég alls ekki við að byðja um eitthvað sem kostar mikið! Þannig að þeir hlutir sem ég myndi kunna við að setja á listann myndu ekki kosta mikið en hversu mikið að litlum hlutum vanntar mig eða langar í...þeir sem hafa komið heim til mín vita að plássið er nú ekkert gríðarlega mikið. Svo er auðvitað alltaf hægt að byðja bara um gjafabréf en veit að mörgum finnst ekki spennandi að gefa svoleiðis. En ég búin að velta einu fyrir mér, segjum sem svo að mig langi í eitthvað stell, er þá raun hæft að byðja fólk um að gefa manni 1 til 2 hluti í stellinu, ætli fólki myndi hlýða og gefa bara 1 til 2 hluti eða allt of margir myndu gefa okkur allt of marga þannig að við myndum enda á því að byggja við húsið til að koma þessu fyrir!
En ég er búin að segja mörgum að það er alveg nóg að mæta bara, ekki eins og það sé ókeypis að ferðast þessa dagana. En öll góða ráð eru vel þeginn :)
Hafiði það gott og njótið sumarsins
ta ta
Raggan

Saturday, April 12, 2008

Ónotahrollurinn að fara úr manni

Já hrollurinn er að líða úr mér, enda finnst mér komin tími til. Taugaveiklunin er reyndar enn svolítið til staðar og hóta ég núna að arga ef einhver keyrir yfir löglegan hraða!
En einhvern tímann verður allt fyrst og var þetta í fyrsta skiptið sem ég hringi í 112 (yfir utan þegar ég hringdi óvart með því að ýta of oft á skell á takkann á gamla símanum í sveitinni). Konan sem ég talaði við var ótrúlega róleg og fær hún stórt prik fyrir að hafa skilið mig þar sem ég talaði algerlega á yfirsnúning. Ég kíkti svo á símann minn daginn eftir og sjúkrabílinn hefur verið 2 og hálf mín á leiðinni, já takk þessir kallar eru sko snarir í snúningum!
En eftir þetta er ég svo hlynt því að takmarka karft í bílum við aldur þeirra sem eiga þá og keyra. Það er ekki löglegt að keyra yfir 90 km/klst á Íslandi og því skil ég ekki hvað er við að flytja inn sportbíla sem er klárlega ekki verið að fara að nota hestöflin til að draga eitthvað áfram eða hnoðast áfram í snjó, heldur verða þessi hestöfl eingöngu notuð til að keyra hratt..allt of hratt. En þessir krakkar voru stál heppinn að drepa sig ekki eða aðra, t.d. mikil heppni að enginn var að labba niður Borgarbrautina þarna eins og er svo algengt, því sá hin sami hefði held ég ekki labbað mikið meira.
En að öðru og öllu gleðilegra! Lokadanshófið er í kvöld, skella sér í Mývatnssveitina og dans af sér rassgatið og mæta svo í humarhalahádegisverð hjá Berglindi á sunnudaginn.
Annars er bara allt á fullu í skólanum, eins og það var rólegt í mars er allt brjálað í apríl, kennararnir ættu kannski aðeins að reyna að dreyfa úr þessu hjá sér. Ef maður tekur sama öll þau verkefni og próf sem við förum í í þessum mánuði þá er þetta talsvert meira en 100% áfangi takk fyrir.
En verið kát, ekki tapa gleðinni og EKKI KEYRA OF HRATT.
KV Raggan

Tuesday, March 04, 2008

Árshátíð og annar unaður

Árshátíðin var síðust helgi og mikil gleði og mikið stuð. Hátíðin sjálf var reyndar frekar langdregin og skemmtiatriðin vægast sagt ekki þau skemmtilegustu sem ég hef séð en félagsskapurinn bætti algerlega upp fyrir þetta. Björg var nálægt því að láta mig pissa í mig þegar hún var að lýsa tungastráknum ógurlega og sýna kyss-aðferðir.....
Svo var þrusupartý í Lions-húsinu að vanda þar sem talið var í stórglæsileg dansspor þó ég segi sjálf frá. Það sem eftir lifði nóttu var svo lagt sig allan fram við það að dansa af sér tærnar sem skilaði sér í ágætis árangri daginn eftir :/
1 árs afmæli fjölskylduprinsins var svo daginn eftir þannig að það kom ekki annað í mál en að skella upp nýju andliti og skella sér til Húsavíkur, hef nú verið hressari í afmæli en þetta slappa fyrir horn....ekki eins og hann eigi eftir að muna eftir þessu hvort sem er!
En við erum búinn með 2 áfanga og erum í heilu tveggja daga frí þar sem maður þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að læra, þvílíkur unaður!
Svo verður farið í sveitina um páskana og er gamla búin að skipuleggja beinagrindagerð og allt hvað eina....gott að einhver heldur utan um skipulagi ;)
En læt þetta duga í bili..
Já ein spurning, hvað þarf maður að vita með miklum fyrirvara hversu margir mæta í veislu? 1 viku? 5 vikur?....
KV Raggan

Saturday, February 16, 2008

Ég féll!

Já þýðir ekki að hafa lengur uppi þessa færslu þar sem ég efast um geðheilsu mína, enda hefur hún alltaf (oftast) verið með besta móti.
En já ég féll....aldrei fallið í háskólanum áður og var heldur ekki mikið fyrir það í MA.
Þetta var 20% krossapróf, tökum 3 og 2 bestu gilda þannig að það gefur augaleið að ef ég næ hinum þá skiptir þetta fall mitt engu máli.
En fyrst þegar ég sá einkunnina (tók þetta á tölvu þannig að ég sá hana strax) þá horfði ég bara á hana í smá stund og hugsaði svo neiii þetta getur ekki verið rétt, gerði ég minna en helminginn rétt?
Slökkti svo bara á þessu að dreyf mig út úr stofunni.
Ég beið svo alltaf eftir að ég yrði alveg brjáluð og miður mín út af því að falla, fólk er alltaf í sjokki þegar það fellur....en það lét eitthvað á sér standa, fannst þetta hálf fynndið og svo fannst mér ég líka bara eiga þetta skilið fyrir að læra svona lítið og fyrir að vera farin að slaka full mikið á í náminu!
Allavega komast að því að ég þoli það að falla...þó þetta sé kannski ekki alveg að marka þar sem ég vissi að ég gæti redda mér úr þessu með seinni 2 prófunum.
Annar sem bara allt gott að frétta af mér og mínum og já ég held að þessi blessaða aðgerði hafa jafnvel bætt ástandið eitthvað, ,krosslegg allavega fingurnar um það!

Já og þeir sem hafa sérstaka ánægju af skipulagninu, eru góðir tónlistamenn, góðir grillarar já og jafnvel prestar mega gjarna hafa samband við mig :)

Ta ta
Raggan

Wednesday, November 28, 2007

juminn..er ég að verða klikkuð eða?

Úff það fór illa um mig í gærkvöldi!
Var heima í mestu rólelgheitum að horfa á klassa dansmynd með stelpunum aldrei þessu vannt og þá hringir síminn sem er svo sem ekker óvanalegt en ég þekkti ekki númerið sem var verið að hringja út en svaraði að sjálfsögðu

Ég: Halló
A: Sæl Ragnheiður mín, þetta er hún amma þín, ég er villt!

Ó guð minn góður og allir heilagir, er ég orðin klikkuð eða er hún amma gamla farin að hringja af handan ( eins og flestir trúlega vita sem lesa þetta blogg þá dó í amma í okt)!! Reyndi að ná andanum og jafna mig eftir slagið sem ég missti úr...ok Ragnheiður hugsaðu nú rökrétt, þetta er trúlega ekki amma þin.

Ég: uu aa uuu hérna ég held að þú sért að hringja eitthvað vitlaust...
A: ha? en ég er hérna í Kópavoginum og ég er bara villt.

NEiiiii þessu trúi ég nú ekki, hvað ætti amma mín að vera að gera í Kópavoginum! Æi þetta er örugglega kona með alzheimer ráfandi um og hefur bara hringt í einhvern..Svo fór aðeins að rofa til hjá mér, fannst ég kannast við röddina..

Ég: UUu hérna er þetta nokkuð amma hans Atla, þetta er sko Ragnheiður kærastan hans..
A: Nú er þetta ekki Ragnheiður ÓSK(sem er barnabarnið hennar)...æi ætlaði í heimsókn til hennar og finn ekki húsið

Kvaddi í snatri, dró djúpt andan og vonaði að liturinn skilaði sér fljótlega í andlitið á mér.

Við stelpurnar vorum svo að ræða málin og komumst að þvi að það hefði nú verið ansi skondið hefur ég ekki áttað mig á þessu, hefði bara farið að sannfæra ömmu hans Atla að ganga í áttina að ljósinu. Þetta verður allt í lagi amma mín gangtu bara í áttina að ljósu, hlustaðu á mig GANGTU Í ÁTTINA AÐ LJÓSINU!

Þetta var nú meira símtalið, lagðist svo á sálina í mér að ég ætlaði aldrei að sofa um kvöldið

Seinna
Raggan (ekki alveg orðin klikkuð eftir allt saman)